mið. 20. ágú. 2025 18:23
Birgir Steinn Jónsson í leik með Aftureldingu á síðasta tímabili.
Fór hamförum í fyrsta leik

Handboltamaðurinn Birgir Steinn Jónsson átti stórleik í sínum fyrsta leik fyrir Sävehof eftir að hann gekk til liðs við sænska félagið frá Aftureldingu í sumar. Tapaði liðið 39:37 fyrir Tyresö í riðli 6 í bikarkeppninni í Svíþjóð í kvöld.

Birgir Steinn skoraði átta mörk fyrir Sävehof og var jafn markahæstur í leiknum ásamt samherja sínum Malte Celander og Ludde Nyström, leikmanni Tyresö.

Leikurinn var liður í fyrstu umferð riðlakeppni sænska bikarsins. Auk Tyresö er Sävehof einnig í riðli með Guif og Huddinge.

til baka