þri. 9. sept. 2025 22:00
Góðar gallabuxur er að mati sumra alla mikilvægasta flíkin í fataskápnum.
Tíu flottustu gallabuxurnar núna

Góðar gallabuxur eiga heima í öllum fataskápum og eru þær sérstaklega mikið notaðar á haustin þegar rútínan fer aftur í gang. Gallabuxur er hægt að nota í athafnir hversdagsins eins og í vinnu og skóla og einnig við strigaskó um helgar. 

Ef þú ert að leita þér að gallabuxum sem henta í vinnuna skal hafa í huga að dökkar gallabuxur eru fínlegri en ljósar. Þá þarf ekkert meira en fallega silkiskyrtu eða bol og dragtarjakka yfir.

Það eru nokkur gallabuxnasnið í tísku núna. Annað hvort uppháar og víðar, þröngar að ofan og útvíðar að neðan eða svokallað „tunnusnið“ (e. barrel jean) sem eru sérstaklega víðar yfir hnén og þrengjast aðeins að neðan. Á meðal yngri kynslóðarinnar eru buxur sem eru lágar í mittið að slá í gegn en allir verða að finna snið fyrir sitt hæfi.

Hér fyrir neðan eru tíu flottar gallabuxur sem fást í verslunum hér á landi.

 

til baka