þri. 19. ágú. 2025 19:00
Ísak Andri Sigurgeirsson var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping.
Íslendingaliðið flaug áfram

Íslendingalið Norrköping tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla með því að vinna öruggan útisigur á Viggbyholm, 3:0, í undankeppninni í kvöld.

Ísak Andri Sigurgeirsson og Jónatan Guðni Arnarsson voru báðir í byrjunarliði Norrköping og Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem varamaður undir lok fyrri hálfleiks þegar samherji þeirra meiddist.

Enginn þeirra komst á blað að þessu sinni en Norrköping er fallbaráttu í sænsku úrvalsdeildinni þar sem liðið er í 11. sæti, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.

til baka