þri. 19. ágú. 2025 18:06
Michelle Agyemang var valin besti ungi leikmaður EM 2025.
Ungstirni Arsenal til Brighton

Enska knattspyrnufélagið Brighton & Hove Albion hefur fengið ensku landsliðskonuna Michelle Agyemang að láni frá Arsenal, annað tímabilið í röð.

Agyemang er aðeins 19 ára gömul og sló í gegn á EM 2025 í Sviss í sumar þegar hún skoraði mikilvæg mörk fyrir England á leið liðsins í úrslitaleikinn, þar sem Englendingar urðu Evrópumeistarar annað skiptið í röð.

Hún skoraði fimm mörk í 22 leikjum fyrir Brighton í öllum keppnum á síðasta tímabili og hefur skorað þrjú mörk í fyrstu fimm A-landsleikjum sínum.

Var Agyemang valin besti ungi leikmaður EM 2025.

 

til baka