þri. 19. ágú. 2025 17:22
Aron Jóhannsson er lykilleikmaður Aftureldingar.
Sex úr Bestu í banni

Sex leikmenn í Bestu deild í fótbolta hafa verið úr­sk­urðaðir í eins leikja bann af aga- og úr­sk­urðar­nefnd KSÍ, fjórir úr Bestu karla og tveir úr Bestu kvenna.

Aron Jóhannsson úr Aftureldingu missir af næsta leik liðsins gegn Val og Sigurður Bjartur Hallsson sem hefur verið að raða inn mörkum undanfarið fyrir FH verður í banni gegn ÍBV.

Baldvin Þór Berndsen leikmaður ÍA fékk seinna gula spjaldið sitt og því rautt  á 90. mínútu gegn Víkingi R. og missir af næsta leik liðsins gegn ÍBV.

Aron Þórður Albertsson í KR missir af leik liðsins gegn Stjörnunni.

Mist Funadóttir úr Þrótti R. fékk tvö gul spjöld og því rautt í leik liðsins gegn Tindastól og missir af toppslagnum gegn FH. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir hjá Tindastóli hefur fengið fjórar áminningar og missir því af leik liðsins gegn Breiðabliki.

til baka