Aron Dagur Pálsson, lykilleikmaður í liði HK á síðasta tímabili, missir af upphafi næsta tímabils í úrvalsdeild karla í handbolta.
Handkastid.net greinir frá þessu en Aron fór í tvær aðgerðir í sumar á hné og öxl og er enn þá að jafna sig en í viðtali við Handkastið sagðist hann vonast til að byrja að æfa með liðinu í október.
Aron, sem er 28 ára leikstjórnandi og vinstri skytta, kom til HK frá Val í október í fyrra og skoraði 41 mark.
HK komst í úrslitakeppnina á síðasta tímabili og lenti í áttunda sæti deildarinnar.
Fyrsti leikur HK er gegn ÍBV á útivelli 5. september.