þri. 19. ágú. 2025 16:15
John Wall í leik með Houston Rockets.
Formlega hættur í körfubolta

Bandaríski körfuboltamaðurinn John Wall hefur lagt skóna á hilluna, rúmu tveimur og hálfu ári eftir að hann spilaði síðast í NBA-deildinni.

Wall, sem er 34 ára gamall, hafði verið án félags síðan Houston Rockets rifti samningi hans í febrúar árið 2023. Skömmu áður hafði Wall verið skipt þangað frá LA Clippers, þar sem síðasti leikurinn hans á ferlinum hafði komið mánuði fyrr.

Lengst af lék hann með Washington Wizards, frá 2010 til 2020, en glímdi við þrálát meiðsli síðari hluta ferilsins. Wall tilkynnti í dag á Instagram að ferlinum væri formlega lokið.

Hann var valinn í stjörnulið NBA-deildarinnar fimm ár í röð, frá 2014 til 2018.

til baka