þri. 19. ágú. 2025 23:05
Gjaldskyldan er víða.
Íslendingar flykkjast að Gjaldskyldu

Vinsældir Gjaldskyldu fara ört vaxandi. Fyrrverandi þingmaður, bæjarfulltrúi og fjölmiðlafólk er á meðal þeirra sem hafa tilkynnt veru sína á staðnum síðasta sólarhringinn.

Morgunblaðið greindi frá því í gær að hundruð mynda víða af land­inu hefðu síðustu ár verið birt­ar á sam­fé­lags­miðlin­um In­sta­gram merkt­ar staðsetn­ing­unni „Gjald­skylda“.

Margir er­lend­ir ferðamenn sem hingað koma virðast þannig telja að gjald­skylda sé ekki ís­lenskt orð yfir bíla­stæðagjöld held­ur ör­nefni yfir þá nátt­úruperlu sem þeir sækja heim.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/08/18/ferdamenn_yfir_sig_hrifnir_af_gjaldskyldu/

Stórnmálamenn kátir með staðinn

Þrátt fyrir þennan fjölda myndbirtinga síðustu ár er nokkuð óhætt að segja að staðsetningin hafi aldrei notið meiri vinsælda en nú. 

Fjölmargir Íslendingar hafa nefnilega síðasta sólarhringinn birt myndir á Instagram þar sem þeir segjast vera staddir á Gjaldskyldu.

Meðal þeirra fyrstu sem brugðu á leik var Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, en hún birti mynd af barni og ferfætlingi úti á túni og skráði staðsetninguna sem Gjaldskyldu.

 

Nokkru seinna birti annar stjórnmálamaður, Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, mynd af sér á allt öðrum stað en Lilja en kvaðst sömuleiðis staddur við Gjaldskyldu.

 

Þá birti fjölmiðlakonan Guðrún Sóley Gestsdóttir mynd af sér ofan í á, á enn öðrum staðnum í náttúru Íslands sem sömuleiðis var merkt hinni sívinsælu Gjaldskyldu.

 

Þetta er aðeins brot af þeim stöðum sem kenndir hafa verið við Gjaldskyldu síðasta sólarhringinn og því nokkuð ljóst að hún leynist víða í hjörtum Íslendinga.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/08/18/tveir_stadir_mest_kenndir_vid_gjaldskyldu/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/08/18/thurfum_hiklaust_ad_gyrda_okkur_i_brok/

til baka