mið. 20. ágú. 2025 11:30
Sumarlegt og bragðgott rækjutaco í boði Jönu.
Sumarlegt rækjutaco Jönu sem hittir í mark

Á góðvirðisdögum langar flesta í léttan og bragðgóðan mat með sumarlegu ívafi. Kristjana Steingrímsdóttir, betur þekkt sem Jana heilsukokkur, gerði þetta dásamlega rækjutaco á dögunum sem er alveg dásamlega gott. Bragðið er létt og ferskt og spretturnar gera máltíðina aðlaðandi.

Ég bauð fjölskyldunni upp á þennan rétt, grillaði rækjurnar á spjóti, hitaði tortillur örstutt á pottjárnspönnu á grillinu og rétturinn sló í gegn. Ef ykkur langar að slá í gegn með einfaldri og góðri máltíð þá er þetta málið.

 

Rækjutaco Jönu með epla- og kóríandersalsa

Fyrir 3-4

Rækjurnar

Aðferð:

  1. Blandið ólífuolíu, paprikudufti, chili flögum, hvítlauk, salti og pipar.
  2. Veltið rækjunum upp úr.
  3. Hitið pönnu á miðlungshita og steikið eða grillið rækjurnar í 2–3 mínútur þar til þær verða bleikar og eldaðar í gegn.
  4. Kreistið límónusafa yfir þær að lokum.

Epla- og kóríandersalsa

Aðferð:

  1. Blandið saman eplabitum, granateplafræjum, agúrku, chili, papriku, kóríander, graskersfræjum, límónusafa, hunangi og salti.
  2. Hrærið vel saman.
  3. Geymið í kæli þar til rétturinn er borinn fram.

Annað meðlæti

Krydduð jógúrtsósa

Aðferð:

  1. Hrærið vel saman þar til sósan er vel blönduð saman.
  2. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
  3. Kælið í ísskáp í a.m.k. 15 mínútur áður en hún er borin fram.
  4. Einnig er hægt að nota sýrðan rjóma.

Marínerað rauðkál

Aðferð:

  1. Hrærið allt saman í skál og kælið í ísskáp í um 1/2-1 klukkustund.

Samsetning:

  1. Hitið tortillurnar létt.
  2. Smyrjið smá sósu á volgar tortillurnar, því næst smá setjið smá af maríneruð rauðkál ofan á, nokkrar rækjur, epla- og kóríandersalsa og smá fetaost.
  3. Punkturinn yfir i -ið er að toppa síðan taco-ið með VAXA sprettum og enn meira af kóríander.
  4. Berið fram með límónubátum.

 

til baka