þri. 19. ágú. 2025 21:00
Tryggvi Þorsteinsson sem er hjá verslunum Ísland Duty Free á Keflavíkurflugvelli hefur staðið í ströngu í sumar að aðstoða viðskiptavini við að finna rétta vínið.
Tryggva finnst vínheimurinn heillandi

Tryggvi Þorsteinsson er sölufulltrúií verslunum Ísland Duty Free á Keflavíkurflugvelli og hefur staðið í ströngu í sumar enda gríðarlegur fjöldi sem þar fer í gegn á hverjum degi, nánast allan sólarhringinn.

Undirritið spjallaði við Tryggva og fékk innsýn í starf hans og í hverju það er fólgið.

„Starfið mitt snýr að miklu leyti um ráðgjöf og sölu á léttum vínum og öðru áfengi í verslunum okkar, þar með talið þjálfun, sölutækni og vöruupplýsingar fyrir sölufólkið okkar,“ segir Tryggvi með bros á vör.

„Við hjá Ísland Duty Free reynum að hjálpa þeim sem okkur heimsækja að velja sér vín. Þá reynir maður að nálgast væntingar fólks með þeirra hagsmuni í huga, og þá er starfið fólgið í samtali um einkenni vína og frekari væntingar viðskiptavina.“

Hefur þú ávallt haft mikinn áhuga á vínum?

„Ég fékk fyrst áhuga á vínheiminum þegar ég fór að vinna með mikið úrval vína á flugvellinum. Það sem er heillandi við vínheiminn er saga, landbúnaður, ræktun og í flestum tilfellum er vínframleiðsla tengd mat og matarhefðum í hverju landi, og héraði sem á í hlut. Allt skiptir máli fyrir vínið, þrúgurnar sem eru valdar, veðurlag, jarðvegur, tækni í víngerð og þroskun og geymsla. Þetta er heill heimur út af fyrir sig.“

Fer á milli búgarða

Hvað er það sem er svona heillandi við vín? Ferðu mikið að heimsækja vínhús og vínframleiðendur?

„Ég hef verið á rúntinum í vínhéruðum með vinum að heimsækja vínbændur og það er ótrúlega skemmtilegt. Ég hef líka verið staðinn að því að aka um einn á litlum bílaleigubíl á milli búgarða að heimsækja víngerðarfólk.“

Hvað er gott vín og í hverju felast gæðin?

Gott vín hefur ákveðin einkenni og flest góð vín hafa gott jafnvægi. Það er síður mikilvægt hvað mér finnst persónulega um ákveðin vín, þau eru svo mörg og mismunandi, það sem skiptir öllu máli er að þekkja stíl og einkenni vína og vera þeim kostum búinn að geta nálgast væntingar viðskiptavina.Það er svo mismunandi hvernig vín, fólki líkar við og með hverju það á að para þau.

Það sem einkennir gott vín er oftast nær jafnvægi á milli helstu einkenna. Ef okkar viðskiptavinur verður ekki þreyttur fljótlega á víni sem er valið og kaupir það aftur og aftur, þá má segja að það sé gott vín.“

 

Reynum að mæta eftirspurn viðskiptavina

Þegar þú ert að velja vín inn í Ísland Duty Free, hvað hefur þú að leiðarljósi?

Vínin sem eru í boði hjá Ísland Duty Free eru ekki valinbeint af mér, þetta eru vín sem eru vinsæl út um alla Evrópu. Í úrvalinu er til eitthvað fyrir alla. Við reynum að mæta þeirri eftirspurn sem við finnum hjá okkar viðskiptavinum.“

Hver er listin að geta aðstoðað fólk við að finna rétta vínið?

„Ef það er til einhver list við að aðstoða fólk við val á víni þá er það list samtalsins og tungumálsins, og vilja til að hjálpa fólki. Við höfum takmarkaðan tíma með okkar viðskiptavinum, fólk er ýmist að drífa sig til útlanda eða að drífa sig heim. Þá spyr maður: „Ertu með eitthvað sérstakt í huga? Manstu eftir einhverju víni sem þér líkar vel við? Sérðu einhver vín hér sem þú kannast við og líkar við?Eru einhverjar þrúgur í uppáhaldi? Eru vín frá einhverju landi umfram öðru sem ykkur líkar við? Líkar ykkur við létt og auðvelt vín eða kannski bragðmeira og þyngra?“

Best er að halda hlutunum einföldum og nota það tungumál sem flestir skilja. Og verðið skiptir líka máli. Væntingar okkar viðskiptavina ráða ferðinni. Með þessum hætti er hægt að nálgast rétt vín fyrir flesta,“ segir Tryggvi.

Breytt framboð og aukið úrval

Síðan Heinemann tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli hefur vöruúrvalið aukist og framboðið breyst til muna. Tryggvi er á því að það sé til góðs.

„Við höfum fengið fjöldann allan af nýjum vínum. Mikið af þessum vínum eru lítið þekkt meðal Íslendinga og við höfum heyrt hjá viðskiptavinum okkar að þeir eigi erfitt með að finna vín sem hentar þeim. Ég er til að mynda með hér fyrir neðan með tvö rauðvín og tvö hvítvín sem er tilvalið að para með með góðum mat sem koma frá Frakklandi og Ítalíu og eru nýbreytnii hér.

Rauðvínið Le Volte Dell'Ornellaia 2023 sem kemur frá Ítalíu, nánar tiltekið Toscanahéraði. Stundum kallað super toscana vín. Stendur saman af Cabernet sauvignon (51%) og Merlot og Sangiovese. Hefur svokallaðan Bolgheri-stíl. Léttur ilmur af kaffibaunum og dökkum ávöxtum. Er þurrt vín í jafnvægi sem heldur sér. Þetta er elegant vín sem maður verður ekki þreyttur á.

Rauðvínið Paullac, Baron Philippe de Rothschild 2019, Bordeaux kemur frá Frakklandi. Hér er á ferðinni klassískt Bordaux-vín, blanda af þrúgun og cabernet sauvignon í meirihluta. Það ilmar af dökkum ávöxtum og er nokkuð dökkt á lit. Gott jafnvægi og sömu einkenni í bragði, dökkir ávextir og mátulega langt í eftirbragði.

Svo hér hvítvínið La Perriere Blanc Fume de Poully, Loire sem kemur einnig frá Frakklandi. Er Sauvignon Blanc, ilmar af perum og ferskjum, sömu einkenni koma fram í bragði, endar á sítrustónum, er nokkuð langt og sýruríkt, frábært Sauvignon Blanc.

Síðan er það Laroche Chablis Les Chanoines 2023, Chablis, Bourgogne, frá Frakklandi. Ilmar nokkuð ungt og steinefnaríkt, er ferskt í bragði sem einkennist af ljósum ávöxtum, ljómandi gott Chablis.

til baka