þri. 19. ágú. 2025 12:35
Hér má sjá hópinn hlaupa í átt að Hallgrímskirkju.
Tók Ísland á tveimur dögum: „Algjörlega nýtt fyrir mér“

Russ Cook, betur þekktur sem Hardest Geezer, hefur lokið tveggja daga boðhlaupi með sex öðrum hlaupurum eftir norðurströnd Íslands. Samtals hlupu þau 607 kílómetra frá Hraunhafnartanga til Hallgrímskirkju í Reykjavík.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/04/08/eg_er_frekar_threyttur/

Cook, sem er 28 ára og kemur frá Worthing í Englandi, vakti heimsathygli í fyrra þegar hann hljóp alla leið yfir Afríku á 352 dögum.

View this post on Instagram

A post shared by 247 (@247represent)

 

„Ég hef tekist á við sum af erfiðustu einstaklingshlaupunum, en Mission Iceland var algjörlega nýtt fyrir mér,“ sagði hann í samtali við BBC.

Erfitt umhverfi á Íslandi

„Að vera hluti af liði sem kláraði svona langa vegalengd í þessu erfiða umhverfi hefur verið algjörlega ótrúlegt. Það hvatti mig til að hlaupa hraðar og leggja meira á mig en nokkru sinni fyrr,“ sagði hann. 

View this post on Instagram

A post shared by 247 (@247represent)

 

Með Cook í hlaupinu voru sex reyndir úthaldshlauparar. Þar á meðal voru William Goodge, sem á að hafa sett heimsmet í hlaupi þvert yfir Ástralíu, breski landsliðshlauparinn Alfie Manthorpe og Hercules Nicolaou, sem hljóp meðfram Adríahafsströndinni. Hyrox-íþróttamennirnir Jake Dearden og Lucy Davis tóku einnig þátt.

 

Verkefnið var skipulagt af George Heaton, stofnanda breska tískumerkisins Represent, sem einnig tók þátt í hlaupinu.

Heaton sagði í samtali við BBC að áskorunin hefði verið gífurlega krefjandi. „Að hlaupa yfir 600 kílómetra í einu erfiðasta landslagi heims var nokkuð sem ég vissi að yrði erfitt, en engu að síður framkvæmanlegt. Ég hefði aldrei náð þessu án besta liðs í heimi, Team 247.“

 

Í fyrra lauk Russ Cook stærstu þrekraun sinni til þessa, þar sem hann safnaði yfir milljón pundum til góðgerðarmála með því að hlaupa alla leið frá syðsta odda Suður-Afríku til Túnis.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/07/06/hleypur_a_alla_leiki_englands_eftir_afrikureisuna/

Hlaupinu, sem hófst 22. apríl 2023, lauk eftir rúmlega 16 þúsund kílómetra vegalengd, þrátt fyrir vegabréfsáritunarvandamál, veikindi, vopnað rán og pólitískar hindranir á leiðinni.

til baka