þri. 19. ágú. 2025 13:43
Aubrey Plaza.
„Umkringd risastóru hafi af hryllingi“

Bandaríska leikkonan Aubrey Plaza var gestur í hlaðvarpsþættinum Good Hang with Amy Poehler nú á dögunum og opnaði sig um áfallið og sorgina sem fylgdi því að missa ástvin skyndilega, en eiginmaður hennar, leikstjórinn Jeff Baena, féll fyrir eigin hendi í byrjun árs.

Plaza, sem lék á móti Poehler í gamanþáttaröðinni Parks & Recreation á árunum 2009 til 2015, sagði að líf sitt hefði gjörbreyst á augnabliki.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/01/04/eiginmadur_aubrey_plaza_fannst_latinn/

„Einmitt á þessari stundu, akkúrat núna, er ég hamingjusöm að vera með þér,“ sagði Plaza þegar Poehler forvitnaðist um líðan hennar.

„Almennt séð er ég hér og ég er starfhæf. Ég er mjög þakklát fyrir að geta hreyft mig um heiminn. Ég held að mér líði ágætlega en það er auðvitað dagleg barátta,“ hélt Plaza áfram.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/01/07/tjadi_sig_um_andlat_eiginmanns_sins/

Líkti sorgarferlinu við geimverumynd

Plaza líkti sorgarferlinu við söguþráð kvikmyndarinnar The Gorge með þeim Miles Teller og Önyu Taylor-Joy í aðalhlutverkum.

„Þetta er virkilega heimskuleg samlíking, en sástu myndina The Gorge, eins konar geimverumynd eða eitthvað slíkt með Miles Teller.

Í myndinni er klettur öðrum megin og klettur hinum megin og svo er gjá, full af einhvers konar skrímslafólki sem reynir að ná þeim. Ég sver að þegar ég horfði á hana hugsaði ég að þetta væri eins og sorgin mín... eða hvernig sorg gæti verið,“ sagði Plaza.

„Á öllum tímum líður mér eins og ég sé umkringd risastóru hafi af hryllingi. Stundum langar mig bara að stökkva út í það, stundum stari ég bara ofan í það og stundum reyni ég að komast í burtu frá því. En það er alltaf þarna,“ útskýrði hún.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/03/20/voru_skilin_thegar_hann_fannst_latinn/

Plaza og eiginmaður hennar heitinn, leikstjórinn Jeff Baena, höfðu verið aðskilin í fjóra mánuði þegar hann fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles þann 3. janúar síðastliðinn.

Leikkonan staðfesti sambandsslit þeirra í símasamtali við lögreglu daginn sem Baena fannst látinn, en hún var þá flutt til New York.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/02/17/plaza_sast_opinberlega_i_fyrsta_sinn/

 

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

 

til baka