þri. 19. ágú. 2025 11:46
Horft yfir Reykjadal.
Danir leita danskrar stúlku á Íslandi

Maður sem fékk hjartastopp á leið upp í Reykjadal sumarið 2023 leitar nú stúlku sem kom honum til aðstoðar með því að hringja í númer neyðarlínunnar, 112.

Ástæðan er sú að sjónvarpsstöðin TV2 vinnur nú að góðgerðarþætti sem nefnist Hjertegalla 2025.

„Vitum aðeins að hún heitir Katrine“

Neyðarlínan á Íslandi birtir eftirfarandi auglýsingu frá sjónvarpsstöðinni:

„18. júlí 2023 fékk Niels hjartastopp á leið sinni upp í Reykjadal, þar sem synir hans tveir björguðu honum með því að veita lífsnauðsynlega fyrstu hjálp. Þegar slysið átti sér stað fengu þeir einnig aðstoð frá danskri stúlku sem var á leiðinni upp í Reykjadal en hún sá um símtalið við 112. Við vitum aðeins að hún heitir Katrine.

Í tengslum við „Hjertegalla 2025“, góðgerðarþátt sem sýndur er á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 Charlie, erum við að reyna að finna Katrine svo fjölskyldan geti hitt hana og þakkað fyrir aðstoðina.

Ef þú hefur einhverja vitneskju um Katrine eða upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við hana, máttu endilega senda póst á: deniz.jorgensen@blu.dk.“

til baka