þri. 19. ágú. 2025 12:00
Mikael Anderson.
„VAR er misnotað“

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson fylgist með gamla félagi sínu AGF í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta en hann gekk til liðs við sænska liðið Djurgår­d­en í sumar. 

AGF sigraði OB 5:1 í gærkvöldi en markið hjá OB kom eftir vítaspyrnu sem Mikael var ósáttur með.

Mads Emil Madsen fékk boltann í höndina og eftir VAR-skoðun var vítaspyrna dæmd. 

„VAR í dönsku úrvalsdeildinni er gjörsamlega misnotað. Fáránlegar reglur um hendi,“ skrifaði landsliðsmaðurinn á samfélagsmiðlinum X.

 

 Mikael spilaði með AGF á árunum 2021 til 2025.

til baka