þri. 19. ágú. 2025 12:40
Yoane Wissa í Brentford-treyju.
Wissa mótmælir

Það er ekki að sjá á samfélagsmiðlum Yoane Wissa að hann sé samningsbundinn Brentford í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu því hann hefur eytt öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum sínum.

Wissa, sem er 28 ára gamall, er núna með svarta forsíðumynd á Instagram, hefur eytt öllum myndum af sér í Brentford-treyjunni og er ekki lengur að fylgja félaginu.

Hann vill ganga til liðs við Newcastle og hefur gert allt í sínu valdi til þess að losna. Hann fór fyrr úr æfingaferð liðsins, mætti á æfingasvæðið en neitaði að æfa og tók ekki þátt í fyrsta leik liðsins á tímabilinu.

 

Brentford vill ekki selja hann fyrr en félagið er komið með mann í hans stað.

til baka