Að beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu verður drónaflug bannað yfir miðborg Reykjavíkur á menningarnótt, nema með sérstöku leyfi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu.
Svæðið sem um ræðir er merkt með blárri og rauðri þekju á kortinu hér að neðan og afmarkast af Hringbraut til suðurs og Snorrabraut til vesturs.
Bláa svæðið er lokað frá kl. 7:00 til 15 þann 23. ágúst 2025 vegna Reykjavíkurmaraþons. Rauða svæðið er lokað frá kl 7:00 þann 23. ágúst 2025 til 6:00 þann 24. ágúst 2025 vegna Menningarnætur.
Allt drónaflug er bannað á svæðunum á þessum tímabilum, nema með sérstöku leyfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Undanþágubeiðnir skal senda til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gegnum netfangið lmde@lrh.is.