Rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov sagði í morgun – í kjölfar Washington-fundar þjóðarleiðtoga um Úkraínumál í gær – að hvers eðlis sem friðarsamkomulag vegna Úkraínu yrði, væri það skilyrði af hálfu rússneskra stjórnvalda að öryggi Rússlands yrði þar fastmælum bundið.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/08/18/hvad_sogdu_evropuleidtogarnir/
„Án virðingar fyrir öryggishagsmunum Rússa, án virðingar fyrir réttindum Rússa og rússneskumælandi íbúa Úkraínu, er tómt mál að tala um hvers kyns langtímasamkomulag,“ sagði Lavrov við Rossiya 24-stöð rússneska ríkisútvarpsins í morgun.