Lögreglan hefur ekki haft uppi á þeim sem kastaði flösku með bensíni á hús í íbúðabyggð í Hafnarfirði rétt eftir miðnætti í nótt.
Eldur kviknaði út frá bensínflöskunni. Minni háttar skemmdir urðu á húsinu en flaskan hafnaði á steinvegg. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við mbl.is að lögregla og tæknideild hafi komið á staðinn en húsið er ekki langt frá lögreglustöðinni sem er staðsett á Flatarhrauni.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/08/19/flosku_med_bensini_kastad_i_hus_og_kveikt_i/
Hann segir að vitni hafi séð til manna á bíl við húsið og að rannsókn sé hafin á tilefni verknaðarins og að finna þá sem köstuðu flöskunni.
„Íbúum hússins var eðlilega brugðið og það er sjaldgæft að svona lagað gerist. Þetta hefði alveg getað farið illa. Við lítum þetta mál alvarlegum augum og erum á fullu í rannsaka það,“ segir Skúli.