Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur valið þá tólf leikmenn sem fara á lokamót EM sem hefst í lok mánaðar.
Þrettán leikmenn voru í íslenska hópnum sem fór til Portúgals og lék við heimamenn og Svíþjóð í síðustu viku og hefur Almar Orri Atlason verið skorinn úr hópnum frá þeirri ferð.
Ísland er í D-riðli á EM en riðilinn er leikinn í Katowice í Póllandi. Belgía, Frakkland, Ísrael, Pólland og Slóvenía eru einnig í riðlinum. Ísland byrjar á leik við Ísrael 28. ágúst.
Tólf manna EM-hópur Íslands:
Elvar Már Friðriksson – Anwil Wloclawek, Pólland – 78
Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 79
Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 24
Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 39
Kári Jónsson – Valur – 39
Kristinn Pálsson – Aurora Basket Jesi, Ítalía – 41
Martin Hermannsson – Alba Berlin, Þýskaland – 81
Orri Gunnarsson – Stjarnan – 15
Styrmir Snær Þrastarson – Zamora, Spánn – 24
Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 41
Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 73
Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan - 95