þri. 19. ágú. 2025 09:51
Liðsmenn Everton ræða við dómarateymið eftir leik.
Þetta var algjör skandall

Nýliðar Leeds höfðu betur gegn Everton, 1:0, í lokaleik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á heimavelli sínum í gærkvöldi.

Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu undir lokin eftir að James Tarkowski, fyrirliði Everton, handlék boltann innan teigs. Everton-menn voru allt annað en sáttir við að vítaspyrna hafi verið dæmd, þar sem Tarkowski var með hendurnar upp við líkamann.

„Þetta er ekki víti. Þetta er alls ekki víti. Handleggurinn er upp við líkamann. Þetta er algjör skandall og aldrei víti,“ sagði Chris Sutton við BBC.

Sutton lék á sínum tíma með Norwich, Blackburn, Chelsea, Birmingham og Aston Villa.

til baka