Elías Rafn Ólafsson átti stórleik fyrir Midtjylland gegn Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag en Midtjylland vann 2:0-útisigur.
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn var valinn í lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni hjá Tipsbladet fyrir frammistöðu sína, þar sem honum er hrósað í hástert.
„Ef ekki hefði verið fyrir íslenska markvörðinn hefði Midjylland eflaust ekki unnið. Elías varði nokkrum sinnum glæsilega. Vonandi heldur hann þessu áfram,“ var skrifað í umfjöllun Elíasar.