Þjófar notuðu stóra vinnuvél til að stela hraðbanka um fjögurleytið í nótt sem var staðsettur í Þverholti í Mosfellsbæ.
Í svörum frá Íslandsbanka kemur fram að hann geti ekki gefið upp hversu há upphæð var í hraðbankanum en að hún hlaupi á milljónum.
Rannsókn málsins er nú í höndum lögreglunnar.
Vísir greinir frá því að grafa hafi verið notuð til að fjarlægja hraðbankann.
Ekki náðist í lögregluna við vinnslu fréttarinnar.