þri. 19. ágú. 2025 08:28
Freyr Alexandersson þjálfar Brann.
Íslendingafélagið fékk háa sekt

Norska knattspyrnufélagið Brann hefur verið sektað um 10.000 evrur vegna söngva stuðningsmanna félagsins.

Stuðningsmenn Brann sungu um að Knattspyrnusamband Evrópu væri mafía er liðið mætti sænska liðinu Häcken í Evrópudeildinni á dögunum.

Forráðamenn sambandsins hafa lítinn húmor fyrir slíkum söngvum og var félagið sektað.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félagið er sektað fyrir slíka söngva en það fékk 5.000 evra sekt þegar stuðningsmenn sungu sömu söngva á meðan Brann lék við St. Pölten í Meistaradeild kvenna á síðasta ári.

til baka