Norska knattspyrnufélagið Brann hefur verið sektað um 10.000 evrur vegna söngva stuðningsmanna félagsins.
Stuðningsmenn Brann sungu um að Knattspyrnusamband Evrópu væri mafía er liðið mætti sænska liðinu Häcken í Evrópudeildinni á dögunum.
Forráðamenn sambandsins hafa lítinn húmor fyrir slíkum söngvum og var félagið sektað.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félagið er sektað fyrir slíka söngva en það fékk 5.000 evra sekt þegar stuðningsmenn sungu sömu söngva á meðan Brann lék við St. Pölten í Meistaradeild kvenna á síðasta ári.