þri. 19. ágú. 2025 07:27
Macron og Trump í Hvíta húsinu í gærkvöld.
Hverju hvíslaði Trump að Macron?

Hljóðnemi sem var kveikt á í Hvíta húsinu í gærkvöld afhjúpaði trúnaðarsamtal á milli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Emmanuel Macron, forseta Frakklands.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/08/18/tilbuinn_til_ad_herda_thvinganir/

„Ég held að hann vilji gera samkomulag fyrir mig. Skilurðu það? Þó að það hljómi galið,“ hvíslaði Trump að Macron, ómeðvitaður um að hljóðneminn væri á.

 

 

Samkvæmt CNN er það forseti Rússlands, Vladimir Pútín, sem Trump vísar til  en ekki Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.

Samtal þeirra Trumps og Macron átti sér stað áður en fundur Trumps með evrópsku leiðtogunum hófst í Hvíta húsinu.

 

 

 

til baka