þri. 19. ágú. 2025 06:40
Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Segir að Pútín sé ekki treystandi

Alexander Stubb, forseti Finnlands, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sé ekki traustsins verður en þetta sagði hann eftir fund í Hvíta húsinu með Donald Trump Bandaríkjaforseta, Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og nokkrum leiðtogum Evrópuríkja í gærkvöld.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/08/18/munu_funda_innan_tveggja_vikna/

Fram kom á fundinum að Trump ætli að hefja undirbúning á tvíhliða friðarfundi milli Selenskís og Pútíns og þá hefur ákveðið að veita Úkraínu öryggistrygginar sem hluta af hugsanlegum friðarsamningi milli Rússlands og Úkraínu.

 

„Pútín er sjaldan traustsins verður. Nú verður að koma í ljós hvort hann hafi hugrekki til að mæta á svona fund. Hefur hann hugrekki til að mæta á þríhliða fund, eða er hann enn og aftur að reyna að tefja?“ sagði Alexander Stubb, forseti Finnlands, við finnska blaðamenn, seint í gærkvöld.

Trump og Pútín ræddu saman símleiðis í 40 mínútur í gærkvöld þar sem þeir sömdu um að funda ætti milli Rússlandsforseta og Úkraínuforseta innan tveggja vikna.

 

 

til baka