mán. 18. ágú. 2025 23:21
Volodimír Selenskí og Vladimír Pútín.
Munu funda innan tveggja vikna

Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi fallist á að funda með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta innan tveggja vikna.

Merz greinir frá þessu í kjölfar viðræðna sem fóru fram í Hvíta húsinu í dag.

Segir hann að Pútín og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefðu átt símtal þar sem samkomulag hefði náðst um fund þeirra Pútíns og Selenskís.

„Bandaríkjaforsetinn ræddi við Rússlandsforseta og þeir sömdu um að funda ætti milli Rússlandsforseta og Úkraínuforseta innan tveggja vikna,“ sagði Merz við fréttamenn í Washington.

Trump hefur upplýst að þegar friðarfundi Selenskís og Pútíns lýkur munu þríhliða viðræður hefjast sem Bandaríkjaforsetinn komi þá einnig að. 

Trump undirbýr fund milli Selenskís og Pútíns

Átti hið besta samtal við Trump

Fundur með bæði Selenskí og Pútín í sjónmáli

 

til baka