mán. 18. ágú. 2025 23:20
Donald Trump Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu í dag.
Trump undirbýr fund milli Selenskís og Pútíns

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa hafið undirbúning að tvíhliða friðarfundi milli Volodímírs Selenskís Úkraínuforseta og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Þá hefur verið ákveðið að veita Úkraínu öryggistryggingar sem hluta af hugs­an­leg­um friðarsamn­ingi milli Rúss­lands og Úkraínu.

Trump fundaði í dag með Selenskí og nokkrum helstu leiðtogum Evrópuríkja í Hvíta húsinu. Að fundinum loknum sagðist hann hafa haft samband við Pútín til að hefja undirbúning að friðarfundi.

Staðsetning fundarins hefur ekki verið ákveðin.

Trump sagði jafnframt að í kjölfar hans yrðu haldnar þríhliða viðræður þar sem hann sjálfur tæki einnig þátt.

Átti hið besta samtal við Trump

Fundur með bæði Selenskí og Pútín í sjónmáli

Úkraína fær öryggistryggingar

Forseti Bandaríkjanna hefur jafnframt upplýst að ákveðið hafi verið að veita Úkraínu öryggistryggingar sem hluta af hugsanlegu friðarsamkomulagi við Rússland.

Þær tryggingar yrðu veittar af ýmsum Evrópuríkjum en Bandaríkin myndu sinna samhæfingar- og eftirlitshlutverki.

Greint hefur verið frá að Pútín hafi fallist á, á fundi sínum með Trump í Alaska síðasta föstudag, að Banda­rík­in og Evr­ópa gætu gefið Úkraínu álíka vernd­ar­trygg­ingu og NATO-ríki njóta, en í henni felst að árás á eitt aðild­ar­ríki jafn­gildi árás á öll ríki banda­lags­ins.

Pútín hlynntur verndartryggingu fyrir Úkraínu

til baka