David Moyes knattspyrnustjóri Everton var allt annað en sáttur eftir tap gegn Leeds, 1:0, á útivelli í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Lukas Nmecha skoraði sigurmark Leeds úr víti eftir að James Tarkowski handlék boltann innan teigs. Tarkowski var með hendurnar upp við líkamann og Moyes var alls ekki ánægður með dóminn.
„Kannski höfðu stuðningsmennirnir áhrif. Þetta var hræðileg ákvörðun og VAR ákvað ekki að lagfæra hana. Þau sögðu að hann hafi hallað sér að boltanum. Það hlýtur að mega þegar þú ert með hendurnar upp við líkamann.
Þetta var mjög slæmur dómur og dómararnir áttu ekki góða fyrstu umferð,“ sagði Moyes við BBC eftir leik, áður en hann viðurkenndi að Leeds hafi átt sigurinn skilið.
https://www.mbl.is/sport/enski/2025/08/18/leeds_skoradi_sigurmark_undir_lokin/