mán. 18. ágú. 2025 19:38
Volodimír Selenskí á fundi með Trump og hinum ýmsu leiðtogum Evrópu.
Átti hið besta samtal við Trump

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist hafa átt hið besta samtal við Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag.

Ummælin lét Selenskí falla á fundi Trumps með evrópskum leiðtogum sem mættir voru til Washington til að sýna samstöðu með Selenskí.

Þar á meðal voru Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO).

Beint: Forsetarnir funda um frið

Fundur með bæði Selenskí og Pútín í sjónmáli

Merz vill vopnahlé

Þá sagði Selenskí að öryggistryggingar hefðu helst verið til umræðu. Sagðist hann jafnframt vona að besta samtal þeirra á milli yrði þó í framtíðinni og vísaði þar til þeirrar vonar að friðarsamkomulag náist í stríði Rússlands og Úkraínu.

Trump sagðist fyrr í dag vilja halda þríhliða fund með Selenskí og Vladimír Pútín Rússlandsforseta, ef allt færi vel fram í dag.

Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, hvatti á fundinum til vopnahlés í Úkraínu áður en leiðtogafundur færi fram. Trump hafði fyrr á fundinum sagt að vopnahlé væri ekki nauðsynlegt en hann hefur áður sagt að frekar ætti að fara beint í að gera friðarsamkomulag.

til baka