Körfuknattleiksdeild Þórs frá Þorlákshöfn hefur gengið frá samningi við gríska miðherjann Kostas Gontikas og mun hann leika með liðinu á komandi tímabili.
Gontikas er 31 árs og 206 sentímetra hár. Hann hefur leikið í heimalandinu og í Rúmeníu. Hefur hann m.a. leikið með stórliðinu Panathinaikos á heimaslóðum. Hann hefur einnig leikið með gríska landsliðinu.
Þór hafnaði í tíunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, slapp við fall en komst ekki í úrslitakeppnina.