mán. 18. ágú. 2025 18:13
Leiðtogarnir funda nú í Hvíta húsinu.
Fundur með bæði Selenskí og Pútín í sjónmáli

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja boða til fundar með bæði Volodimír Selenskí Úkraínuforseta sem og Vladimír Pútín Rússlandsforseta með það að markmiði að binda enda á stríðið. Það fari hins vegar eftir því hvernig fundur hans með Selenskí fari í dag.

Selenskí mætti til fundar við Trump í Hvíta húsinu á sjötta tímanum í dag og stendur fundurinn nú yfir.

„Ef allt gengur vel í dag munum við halda þríhliða fund og ég tel að það verði raunhæfur möguleiki á að enda stríðið ef við gerum það,“ sagði Trump við blaðamenn í Hvíta húsinu, þar sem hann sat við hliðina á Selenskí.

Þá sagðist Bandaríkjaforsetinn að hann myndi ræða símleiðis við Pútín strax að loknum fundinum með Selenskí í dag.

Selenskí þakkaði Trump fyrir fundarboðið og þakkaði honum jafnframt fyrir tilraunir sínar til að stöðva stríðið.

Beint: Forsetarnir funda um frið

Selenskí mætti í jakkafötum

til baka