mán. 18. ágú. 2025 17:49
Volodimír Selenskí og Donald Trump funda nú í Hvíta húsinu.
Selenskí mætti í jakkafötum

Volodimír Selenskí er mættur í Hvíta húsið til fundar við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Athygli vekur að Selenskí hefur horfið frá hinum græna herfatnaði sem hann var m.a. gagnrýndur fyrir á hitafundi hans með Trump og J.D. Vance, varaforseta Bandaríkjanna, í febrúar.

Greint var frá fyrr í dag að talsmenn Hvíta hússins hefðu farið fram á það við Selenskí að hann yrði í jakkafötum með bindi þegar hann myndi mæta til fundarins.

Sjá má að Selenskí er klæddur svörtum jakka yfir svarta skyrtu, svipuðum fatnaði og hann klæddist er hann var viðstaddur útför Frans páfa fyrr á þessu ári. Svo virðist sem Úkraínuforsetinn hafi ekki orðið við þeirri beiðni að klæðast bindi.

Vilja að Selenskí mæti í jakkafötum með bindi

Hægt er að fylgjast með beinu streymi af fundinum hér að neðan.

 

 

 

 

til baka