mán. 18. ágú. 2025 16:52
Volodimír Selenskí og Donald Trump.
Beint: Forsetarnir funda um frið

Fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsinu er að hefjast.

Fjöldi evrópskra leiðtoga mætti ásamt Selenskí til Washington til að sýna honum samstöðu. Þar á meðal eru Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO).

Trump sagði fyrr í dag að Selenskí gæti bundið enda á innrásarstríð Rússa mjög fljótlega ef hann kysi það. Hann bætti við að Úkraína myndi ekki geta endurheimt Krímskaga, sem Rússland innlimaði ólöglega árið 2014.

Vilja að Selenskí mæti í jakkafötum með bindi

„Getur bundið enda á stríðið fljótlega ef hann vill“

Hefur útilokað aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu

Sömuleiðis hefur Trump útilokað aðild Úkraínu að NATO sem hluta af friðarsamn­ingi til að binda enda á stríðið.

Fundurinn fer fram í kjölfar fundar Trumps og Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, sem haldinn var í Alaska á föstudaginn var.

Má fylgjast með beinu streymi frá fundinum hér að neðan.

 

 

 

til baka