Tindastóll spilar í Norður-Evrópudeild karla í körfubolta í vetur og ljóst er hvaða liðum Stólarnir mæta, hvenær og hvar.
Það eru 27 lið skráð til leiks og hvert lið leikur átta leiki, fjóra heimaleiki og fjóra útileiki. Deildarkeppnin stendur yfir frá október til febrúar en eftir það tekur við úrslitakeppni sem sextán lið komast í.
Leikir Tindastóls:
1.okt kl 18.00 Slovan Bratislava, Slóvakia – Tindastóll
14.okt kl 19.15 Tindastóll – Gimle, Noregi
20.okt kl 18.00 BK Opava, Tékklandi – Tindastóll
11.nóv kl 19.15 Tindastóll – Manchester Basketball, Bretlandi
9.des kl 19.30 Keila, Eistlandi – Tindastóll
6.jan kl 19.00 Prishtina, Kosovo – Tindastóll
20.jan kl 19.15 Tindastóll – (lið 2, Króatía)
10.feb kl 19.15 Tindastóll – Brussles, Basketball, Belgíu
„Þar sem við getum borið okkur saman við aðrar deildir í Evrópu og öðlast alþjóðlega keppnisreynslu. Þar að auki er spennandi fyrir klúbbinn okkar að fá heimaleiki og fá tækifæri til að sýna Evrópuliðum hvernig við gerum þetta hér í Síkinu,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar í tilkynningu félagsins.