mán. 18. ágú. 2025 15:53
Tindastóll er fyrsta íslenska liðið til að fara í þessa Evrópukeppni.
Ljóst hverjum Tindastóll mætir

Tindastóll spilar í Norður-Evrópudeild karla í körfubolta í vetur og ljóst er hvaða liðum Stólarnir mæta, hvenær og hvar.

Það eru 27 lið skráð til leiks og hvert lið leik­ur átta leiki, fjóra heima­leiki og fjóra úti­leiki. Deild­ar­keppn­in stend­ur yfir frá októ­ber til fe­brú­ar en eft­ir það tek­ur við úr­slita­keppni sem sextán lið komast í.

Leikir Tindastóls:

1.okt kl 18.00 Slovan Bratislava, Slóvakia – Tindastóll
14.okt kl 19.15 Tindastóll – Gimle, Noregi
20.okt kl 18.00 BK Opava, Tékklandi – Tindastóll
11.nóv kl 19.15 Tindastóll – Manchester Basketball, Bretlandi
9.des kl 19.30 Keila, Eistlandi – Tindastóll
6.jan kl 19.00 Prishtina, Kosovo – Tindastóll
20.jan kl 19.15 Tindastóll – (lið 2, Króatía)
10.feb kl 19.15 Tindastóll – Brussles, Basketball, Belgíu

„Þar sem við getum borið okkur saman við aðrar deildir í Evrópu og öðlast alþjóðlega keppnisreynslu. Þar að auki er spennandi fyrir klúbbinn okkar að fá heimaleiki og fá tækifæri til að sýna Evrópuliðum hvernig við gerum þetta hér í Síkinu,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar í tilkynningu félagsins.

til baka