mán. 18. ágú. 2025 15:40
 Cristian Romero.
Nýi fyrirliđinn framlengir

Cristian Romero sem var gerđur ađ fyrirliđa enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham í sumar hefur framlengt samning sinn viđ félagiđ.

Hann var orđađur viđ önnur félög fyrr í sumar en svo tók hann viđ fyrirliđabandinu af Heung-min Son sem fór frá félaginu.

Romero hefur nú framlengt samning sinn viđ Tottenham um fjögur ár.

Hann kom fyrst til félagsins á láni sumariđ 2021 og félagiđ keypti hann ári síđar. Romero hefur spilađ 126 leiki fyrir félagiđ og vann Evrópudeildina međ félaginu á síđasta tímabili.

til baka