þri. 19. ágú. 2025 06:40
Allir sigurvegarar ásamt dómnefnd. Ásgerður er þriðja frá hægri og Matvii er sjötti frá hægri. Kennari þeirra beggja, dr. Nína Margrét Grímsdóttir, er önnur frá hægri.
Matvii og Ásgerður Sara sigruðu

Matvii Levchenko og Ásgerður Sara Hálfdanardóttir báru sigur úr býtum þegar fyrsta alþjóðlega píanókeppni WPTA Iceland fór fram í Salnum í Kópavogi um helgina.

Matvii, sem er nemandi dr. Nínu Margrétar Grímsdóttur í Tónskóla Sigursveins, sigraði í
flokki 14 ára og yngri en Ásgerður Sara Hálfdanardóttir, sem er nemandi dr. Nínu Margrétar í
Tónlistarskóla Kópavogs, sigraði í flokki 19 ára og yngri.

Keppnin var hluti píanóhátíðar sem haldin var í samstarfi við Opna listaháskólann og Félag íslenskra píanóleikara.

Sigurvegarar í flokki I  14 ára og yngri:


Sigurvegarar í flokki II – 19 ára og yngri:

 

„Markmið WPTA Iceland með stofnun alþjóðlegrar píanókeppni hérlendis eru að skapa faglegan vettvang fyrir unga og efnilega píanóleikara til þess að efla sig í túlkun og tækni píanótónlistar í alþjóðlegum samanburði í sínum aldurshóp. Þessi markmið eru samræmd við önnur fagfélög WPTA – World Piano Teachers Association – sem eru starfandi um allan heim. Frábærar aðstæður í Salnum Kópavogi þar sem er nýr Steinway flygill og aðild að AAF – Alink-Argerich Foundation – sem eru alþjóðleg samtök virtustu píanókeppna heims eins og t.d Van Cliburn og Rubinstein keppnirnar, gefa keppninni alþjóðlegt vægi sem og þátttaka virtra innlendra og erlendra dómara,“ segir í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar. 

Dómarar keppninnar í ár voru: Albert Mamriev, Mathias Halvorsen, Liam Kaplan, Edda Erlendsdóttir, Peter Máté og Erna Vala Arnardóttir.

WPTA Iceland hyggst halda alþjóðlega píanókeppni árlega og verða dagsetningar og umsóknarfrestir fyrir árið 2026 kynntir á næstunni.

til baka