mán. 18. ágú. 2025 15:34
Það kemur í ljós í hverju Selenskí verður á fundinum með Trump Bandaríkjaforseta.
Vilja að Selenskí mæti í jakkafötum með bindi

Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum hefur óskað eftir því að Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, klæðist jakkafötunum og bindi á fundi sínum með Donald Trump í dag.

Selenskí hefur verið þekktur fyrir að klæðast grænum herfatnaði sem hann var m.a. gagnrýndur á hitafundi hans með Trump og J.D. Vance, varaforseta Bandaríkjanna, í febrúar.

af hverju

Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hefur heimildir fyrir því að talsmenn Hvíta hússins hafi farið fram á það við Selenskí að hann verði í jakkafötum með bindi þegar hann mætir til fundarins með Bandaríkjaforseta í dag.

Ekki liggur fyrir hvort Úkraínuforsetinn muni verða við þessari ósk en greint hefur verið frá því að hann gæti gert málamiðlum með því að klæðast dökkum jakka yfir svörtum bol. Um er að ræða sama fatnað og hann klæddist er hann var viðstaddur útför Frans páfa fyrr á þessu ári.

Á fundinum í Hvíta húsinu í febrúar sagði Selenskí að hann myndi klæða sig í jakkaföt þegar Úkraína væri ekki lengur í stríði. 

 

til baka