Starfsmanna- og fjölskyldudagur Starfsmannafélags Útgerðarfélags Akureyringa (STÚA) fór fram á lóð ÚA síðastliðinn laugardag í einstakri veðurblíðu. Um 200 manns mættu á hátíðina og sleiktu sólina en hitinn fór yfir tuttugu stig. Að sögn Óskars Ægis Benediktssonar formanns starfsmannafélagsins tókst dagurinn með eindæmum vel. „Hátíðin í ár heppnaðist afskaplega vel,” segir Óskar, „enda verður allt auðveldara og skemmtilegra þegar veðrið var svona gott.“ Hann bætti við að undirbúningurinn hefði verið vandaður og fjölbreytt dagskrá boðið upp á eitthvað fyrir alla. „Ég heyri ekki annað en að fólk hafi skemmt sér konunglega,“ sagði hann en af myndum frá viðburðinum að dæma eru það orð að sönnu.