Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa tekið til starfa hjá Arctic Adventures, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu í dag.
Gunnar Hafsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs. Hann starfaði áður hjá Noona Iceland, Símanum, Five Degrees og Landsbankanum.
Lina Zygele, markaðsstjóri Arctic Adventures, tekur samhliða sæti í framkvæmdastjórn. Lina hóf störf hjá Arctic Adventures árið 2019 sem sérfræðingur stafrænni markaðssetningu.
Í tilkynningu er haft eftir Ásgeiri Baldurs, forstjóra Arctic Adventures:
„Ég er afar ánægður með að fá þetta öfluga fólk inn í framkvæmdastjórn félagsins þar sem þau munu spila stórt hlutverk. Fjárfesting í aukinni tæknigetu og stafrænni markaðssetningu er lykillinn að áframhaldandi vexti Arctic Adventures sem leiðandi ferðaþjónustufyrirtækis á Íslandi.”