mán. 18. ágú. 2025 13:34
María Þórisdóttir er orðin leikmaður Marseille.
María farin til Frakklands

Hálfíslenska knattspyrnukonan María Þórisdóttir er gengin til liðs við franska félagið Marseille frá Brighton á Englandi.

María er dótt­ir hand­boltaþjálf­ar­ans Þóris Her­geirs­son­ar og á norska móður. Hún hefur spilað í ensku deildinni frá 2017 með Chelsea, Manchester United og Brighton.

Hún hefur tvisvar sinnum unnið ensku úrvalsdeildina og hefur spilað 71 landsleik með norska landsliðinu.

Marseille er nýliði í efstu deild Frakklands en liðið vann 2. deild á síðasta tímabili.

 

 

 

til baka