mán. 18. ágú. 2025 13:11
Craig Pedersen þjálfari íslenska landsliðsins.
Ísland upp um eitt sæti

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta fór upp um eitt sæti í kraftröðun alþjóðlega körfuboltasambandsins, FIBA, fyrir EM 2025.

Íslenska liðið er í 22. sæti á listanum eftir að hafa unnið einn leik í sumar en tapað þremur. Þeir fóru upp um eitt sæti því þeir töpuðu aðeins með tveggja stiga mun gegn Póllandi 90:92 og öðrum með fjögurra stiga mun.

Ísland er í neðsta sæti listans af liðunum í D-riðli en Frakkland er hæst í 3. sæti, Slóvenía 10. sæti, Ísrael 12. sæti, Pólland 15. sæti og Belgía 19. sæti.

 

til baka