mán. 18. ágú. 2025 15:23
Ekkert lát er á hitabylgjunni á Spáni.
Methiti á nokkrum stöðum á Spáni

Í gær mældist hitinn yfir 40 gráðum á Spáni 22. daginn í röð og var gærdagurinn sá heitasti af þeim öllum.

Samkvæmt spænsku veðurstofunni mældust sex staðir með hitastig yfir 45 gráðum og 221 veðurstöð mældist með hitastigi yfir 40 gráðum.

Mesti hitinn var í Jerez de la Frontera á Suður-Spáni, þar sem hitinn náði 45,8 gráðum síðdegis á gær.

Þetta er mesti hiti sem mælst hefur í borginni frá fyrstu hitamælingum árið 1953. Gamla metið var 45,1 stig frá því ágúst 2023.

Í borginni Rota, sem liggur við Atlantshafið rétt norðan við Cadiz, var einnig slegið hitamet í gær. Hitinn fór hæst í 43 gráður en gamla hitametið frá því í júlí 2006 var 42,2 gráður.

til baka