mán. 18. ágú. 2025 12:30
María Dögg Jóhannesdóttir og Agla María Albertsdóttir eigast við í leik liðanna fyrr í sumar á Sauðárkróki.
Færa kvennaleikinn vegna karlaleiksins

Leikur Breiðabliks og Tindastóls í 14. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta hefur verið færður til föstudagsins 22. ágúst. 

Þetta tilkynnti Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, á heimasíðu sinni en til stóð að leikurinn færi fram miðvikudaginn 20. ágúst á Kópavogsvelli.

„Leikdegi Breiðabliks og Tindastóls í Bestu-deild kvenna hefur verið breytt vegna Evrópuleiks karlaliðs Breiðabliks,“ segir í tilkynningu KSÍ.

Karlalið Breiðabliks tekur á móti Virtus frá San Marínó í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar fimmtudaginn 21. ágúst á Kópavogsvelli en síðari leikur liðanna fer fram 28. ágúst í San Marínó.

til baka