Leiðtogar Evrópuríkja ætla að halda „undirbúningsfund“ með Vlodimír Selenskí Úkraínuforseta fyrir fund hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta síðar í dag.
Þetta kemur fram í dagskrá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en engar frekari upplýsingar eru að finna um fundinn.
Þó nokkrir Evrópuleiðtogar munu funda með Selenskí og Trump síðar í dag.
Þar má nefna Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Friedrich Merz, kanslara Þýskalands, Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB og Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO.