mán. 18. ágú. 2025 12:44
Starmer og Macron eru á meðal þeirra sem sækja fundinn síðar í dag.
Halda undirbúningsfund fyrir fundinn með Trump

Leiðtogar Evrópuríkja ætla að halda „undirbúningsfund“ með Vlodimír Selenskí Úkraínuforseta fyrir fund hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta síðar í dag. 

Þetta kemur fram í dagskrá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en engar frekari upplýsingar eru að finna um fundinn. 

Þó nokkrir Evrópuleiðtogar munu funda með Selenskí og Trump síðar í dag.

Þar má nefna Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seta, Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Friedrich Merz, kansl­ara Þýska­lands, Gi­orgiu Meloni, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB og Mark Rutte, fram­kvæmda­stjóra NATO.

 

til baka