mán. 18. ágú. 2025 12:05
Samdráttur í sölu á bylgjupappír gćti haft spágildi.
Bandarískir neytendur sýndu lit í júlí

Fréttin birtist fyrst í Morgunblađinu 18. ágúst.

Samkvćmt nýjustu tölum bandaríska viđskiptaráđuneytisins jókst velta á smásölumarkađi ţar í landi um 0,5% í júlí boriđ saman viđ mánuđinn á undan en ţar ađ auki sýndu uppfćrđar tölur ađ veltan í júní var meiri en áđur hafđi veriđ taliđ. Mćldist aukningin í júlí 3,9% á milli ára en um er ađ rćđa tölur sem ekki eru leiđréttar fyrir áhrif verđbólgu.

Mestu munar um ađ aukiđ líf hefur hlaupiđ í sölu rafmagns­bifreiđa og virđast neytendur vilja tryggja sér rafmagnsbíl á međan enn er hćgt ađ draga hluta kaupverđsins frá skatti. Fyrr á ţessu ári ákvađ ríkisstjórn Trumps ađ fella niđur stuđning viđ kaupendur rafbíla og tekur sú breyting gildi 30. september nćstkomandi. Í júní mćldist 1,4% aukning í sölu bifreiđa á milli mánađa og í júlí var aukningin 1,6%.

Netverslun hefur líka veriđ nokkuđ blómleg og jókst um 0,9% í júní og 0,8% í júlí. Greinendur rekja ţróunina til útsölutilbođa hjá Amazon og Walmart en um ţetta leyti árs ţurfa bandarísk heimili iđulega ađ birgja sig upp af alls kyns varningi fyrir nýtt skólaár.

Athygli vekur ađ dregiđ hefur úr sölu á bylgju­pappír vestanhafs en sumir telja ţann vöruflokk hafa forspárgildi um ţróun neytendamarkađarins enda ţarf bylgjupappír í kassa og ađrar umbúđir utan um vörur. Ađ sögn Bloomberg hefur eftirspurn eftir bylgjupappír og pappakössum minnkađ um nćrri 5% á milli ára og ekki veriđ minni síđan 2015. ai@mbl.is

til baka