Við Byggakur í Garðabæ er 229 fm raðhús á tveimur hæðum til sölu. Berglind Berndsen innanhússarkitekt sá um hönnunina innanhúss og er eignin sérstaklega vönduð.
Fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í húsinu sem gerir eignina hentuga fyrir stærri fjölskyldur. Húsið er vel skipulagt en á neðri hæð fær stórt eldhús að njóta sín með sérsmíðaðri innréttingu. Stofan er rúmgóð og björt með gólfsíðum gluggum.
Á efri hæð eru svefnherbergi, hjónaherbergi og sjónvarpsherbergi.
Sjá á fasteignavef mbl.is: Byggakur 3