mán. 18. ágú. 2025 11:12
Snikkersbitar frá 17 sortum.
Varað við vanmerktum snikkersbitum

Matvælastofnun vill vara neytendur við vanmerktum Snikkers Brownie frá 17 Sortum en jarðhnetur og hveiti voru ekki merkt sem innihaldsefni á umbúðum.

Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) innkallað vöruna, að því er segir í tilkynningu á vef MAST.

Eingöngu er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:

Neytendur sem eru með ofnæmi fyrir jarðhnetum eða hveiti skulu ekki neyta vörunnar, farga eða fara með í verslun Hagkaupa í Smáralind til að fá vöruna endurgreidda, segir enn fremur í tilkynningunni. 

til baka