Fagurkerinn Agnes Hlíf Andrésdóttir, fræðslustjóri hjá Akademias, hefur sett Parísarhæðina í Laugardalnum á sölu. Íbúðin er fimm herbergja miðhæð í þríbýlishúsi og var endurhönnuð árið 2021 af Hildi Árnadóttur hjá Studio Homested. Innblásturinn kom frá París sem er uppáhaldsborg Agnesar.
Íbúðin er hlýleg með vel skipulögðum fjölskyldurýmum. Íbúðin hefur fengið mikla athygli og hefur verið notuð í bæði auglýsingar og íslenskt sjónvarpsefni síðustu ár.
Í stofunni er sérhannaður gluggasófi með sérsaumuðum púðum sem gefur íbúðinni mikinn sjarma. Ákveðið var að halda hluta af upprunalegum sjarma hússins eins og tekk hurðakörmunum og parketinu.
Baðherbergið var gert upp í sumar á smekklegan hátt. Fjögur svefnherbergi og eitt baðherbergi er í íbúðinni.
„Með einkasoninn á leið í HR og tvíburana á leið í MR hefur fjölskyldan ákveðið að láta Austurbrúnina eftir öðrum og færa sig í Skuggahverfið,“ sagði Agnes í samtali við Smartland.