Bandaríska leikkonan Sarah Jessica Parker er mikill ađdáandi íslensku djasssöngkonunnar Laufeyjar Línar Bing Jónsdóttur ef marka má nýjustu fćrslu hennar á Instagram.
https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/07/22/barbra_streisand_hrosar_laufeyju_i_new_york_times/
Parker, best ţekkt fyrir hlutverk sitt sem dálka- og rithöfundurinn Carrie Bradshaw í ţáttaröđunum Sex and the City og And Just Like That, birti í gćr skjáskot úr nýjasta tónlistarmyndbandi Laufeyjar viđ lagiđ Snow White.
Viđ fćrsluna skrifađi hún: Kraftur. Heimili okkar er ađ hlusta. Stórkostlegt. Viđ erum svo spennt og bíđum eftir nćstu lögum frá Laufeyju. Loretta og ég erum ţolinmóđar. X, SJ.”
Laufey sá fćrslu Parker og ritađi athugasemd ţar sem hún ţakkađi fyrir falleg orđ í hennar garđ og sendi kćrleikskveđjur til leikkonunnar og dóttur hennar, hinnar 15 ára gömlu Lorettu.
https://k100.mbl.is/frettir/2025/08/08/nytt_utspil_laufeyjar_hreyfir_vid_addaendum_um_alla/
Parker er ekki eina stórstjarnan sem heldur upp á Laufeyju en fjölmargar stjörnur, međal annars Elton John, Barbra Streisand, Billy Joel, Ariana Grande, Sabrina Carpenter og Rita Wilson, hafa fariđ fögrum orđum um söngkonuna og tónlistarhćfileika hennar síđustu ár.