mán. 18. ágú. 2025 09:25
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag.
Trump útlokar aðild Úkraínu að NATO og Krímskaga

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útilokar aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu (NATO) sem hluta af friðarsamningi til að binda enda á stríðið milli Rússlands og Úkraínu. Þetta sagði forsetinn áður en hann hittir Volodómír Selenskí Úkraínuforseta og lykilleiðtoga Evrópu, í Hvíta húsinu í dag.

Trump segir að Selenskí geti bundið enda á stríð Rússlands „ef hann vill“ en bætir við að Úkraína muni ekki geta endurheimt Krímskaga, sem Moskva innlimaði ólöglega árið 2014.

Leiðtogar frá að minnsta kosti fimm Evrópulöndum munu mæta með Selenskí í Hvíta húsið til að sýna honum samstöðu, að því er segir í umfjöllun á vef breska útvarpsins.

Selenskí kvaðst vera „öruggur“ um þær öryggisábyrgðir sem væru til staðar fyrir Úkraínu áður en fundurinn hefst.

Sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta hafði sagt að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefði samþykkt „öflugar“ öryggisábyrgðir fyrir Úkraínu, þar á meðal mögulegt varnarfyrirkomulag í anda NATO.

til baka